Sagan geymist á Iðnaðarsafninu. 75 ár frá stofnun Niðursuðuverksmiðju K. Jónssona & co

Á tímamótum.

Einu sinni var:

Á þessu ári eru 75 ár liðin síðan Niðursuðuverksmiðja K. Jónsson & co  var stofnuð, en fyrirtækið var stofnað árið 1947.

Stofnendur voru þeir bræður Kristján og Mikael Jónssynir sem og Jón Kristjánsson faðir þeirra.         

Alla tíð var niðursuðuverksmiðjan starfrækt á Oddeyrartanga.

Niðursuðuverksmiðjan var stórt iðnfyrirtæki hér í bæ á sinni tíð og öflugur  vinnustaður, en í upphafi störfuðu það tímabundið úr ári 30 til 40 manns þó aðeins 2 til 3 mánuði á ári.

Upp úr 1960 stækkaði verksmiðjan og á uppgangsárum síldveiða hér var hafin stórútflutningur á gaffalbitum m.a til Sovétríkanna. Þegar síldin hvarf  hófst framleiðsla á hinum ýmsu vörum hjá niðursuðuverksmiðjunni m,a fiskibollur og fiskbúðingur, reykt loðna, kavíar unnin úr grásleppuhrognum, grænmeti og niðursoðin svið, svo eitthvað sé nefnt. Á þessum árum unnu á annað hundrað manns hjá fyrirtækinu, mikill meirihluti starfsmanna voru konur  

Um árið 1970 hófst framleiðsla á niðursoðinni og síðar frystri rækju. Var hún í fyrstu handpilluð en með tímanum leystu vélar handverkið af hólmi.  

Árið 1993 var niðursuðuverksmiðja K Jónsson og co selt og við tók nýtt fyrirtæki, Strýta sem framleiddi og hélt áfram að vinna úr  rækjuafurðum. Þegar Rússlandmarkaðurinn hrundi seint á 10 áratug síðustu aldar má segja að saga niðursuðuverksmiðu hér á Akureyri hafi   fengið banahöggið.

 

Enn,  aftur að upphafinu.  

Í ár eru 75 ár liðin síðan þessi saga niðursuðu hjá K. jónssonum hófst á Oddeyrartanga og í sögunni unnu hjá þessu fyrirtæki margir sem enn muna blómatíma „niðursuðunnar“ en svo var fyrirtækið gjarnan kallað manna á meðal hér í bæ.

Saga fyrirtækisins er sýnd í Iðnaðarsafninu á Akureyri og þar eru sýnishorn af vörum er svo sannarlega voru og hétu hér fyrrum..