Verðskrá | þjónusta

 

  • 17 ára og yngri - Enginn aðgangseyrir
  • 18 ára og eldri - kr. 2000,-
  • Ellilífeyrisþegar og öryrkjar - kr. 1.500,-
  • Hópar (10 manns eða fleiri) - kr. 1.500,- pr. mann
  • Skólabörn í fylgd með kennara (skólaheimsóknir) - Enginn aðgangseyrir
  • Fyrir þá sem framvísa AN eða KEA kortum kostar kr. 1.500,-

 

Í boði fyrir hópa
Iðnaðarsafnið á Akureyri býður fjölbreytta möguleika fyrir hópa í leit að menningarlegri afþreyingu og fræðslu:

  • Sögugöngu um fyrrum verksmiðjusvæði á Gleráreyrum að rafstöðinni í Glerárgilinu
  • Skemmti og sögusiglingu með Húna II EA 740.
  • Leiðsögn um Iðnaðarsafnið
  • Ratleik um Iðnaðarsafnið
Á Iðnaðarsafninu tökum við gjarnan á móti hópum utan hefðbundins opnunartíma. Vinsamlegast hafið samband við safnstjóra í síma 462 3600 - 846-0768 og  eða með því að senda póst á netfangið idnadarsafnid@idnadarsafnid.is. Gott er að bóka hópa með a.m.k. tveggja daga fyrirvara.                Á Iðnaðarsafninu eru fjórir sjónvarpsskjáir sem sýna bæði ljósmyndir sem og lifandi myndir af iðnaðarveröld sem var á Akureyri 20 aldar.            Safnið er að vinna í að færa mikið af kvikmyndum liðins tíma yfir í stafrænt form svo hægt sé að miðla því á safninu í nútímatækni. 

Í boði fyrir skóla
Á Iðnaðarsafninu á Akureyri er boðið upp á safnafræðslu fyrir skóla þar sem nemendur geta kynnst sögu „iðnaðarbæjarins“ Akureyrar en safnið geymir muni sem tengjast iðnaði og iðnframleiðslu liðinna tíma. Hér má finna smjörlíkisgerðarvélar, prentvélar, rennibekki, saumavélar og áhöld til úrsmíða svo eitthvað sé nefnt. Einnig eru á safninu fjöldi sýnishorna af varningi sem framleiddur var á Akureyri. Þar má nefna Saxbauta, Santoskaffi, Flórusmjörlíki, Gaffalbita og gosdrykki, ásamt allskyns nytjahlutum og iðnvarningi. Á efri hæð safnsins er sýning á fjölda tækja og véla úr „gömlu verksmiðjunum“ á Gleráreyrum, en þar fór fram víðtæk og vönduð fata- og skóframleiðsla á liðinni öld. Safnið varðveitir einnig vinnufatnað og fjölda mynda af iðnverkafólki við störf. 

Í boði er:  

  • Ratleikur – þar sem nemendur fá í hendur spjöld með myndum og eiga að finna viðkomandi hlut á safninu. (um 60 mín)
    • Eldri nemendur skrá upplýsingar um hlutinn og svara spurningum
    • Yngri nemendur leita að hlutunum í leik og læra þannig að koma á safn, vera á safni og upplifa forvitni og ánægju í safnaheimsókninni
  • Safnaleiðsögn - þar þar sem gengið er um safnið með starfsmanni sem segir frá fyrirtækjum og gripum sem þar er að finna. Í leiðsögninni er tekið tillit til aldurs gestanna og farið er hraðar yfir með yngri börn en þau eldri, enda hafa þau minna úthald. Hafa ber í huga að ekki er ákjósanlegt að í leiðsagnarhópi séu fleiri en 25 manns í einu (30–60 mín)
  • Leiðsögn og leikur – Þessu tvennu er blandað saman þar sem byrjað er á stuttri leiðsögn um safnið og farið í ratleik á eftir (90–120 mín)
  • Verkefni – Kennurum er velkomið að hafa samband við safnvörð séu nemendur að vinna að sérstökum verkefnum og vanti til þess aðstoð eða aðgang að safninu

  

Nokkur atriði sem gott er að hafa í huga
  • Heimsókn skólahópa á Iðnaðarsafnið er gjaldfrjáls. 
  • Tekið er á móti skólahópum milli kl. 10 og 16 alla virka daga en bóka þarf tíma með minnst tveggja daga fyrirvara í síma 462 3600 eða með pósti á netfangið idnadarsafnid@idnadarsafnid.is.
  • Strætisvagnar stansa við Skautahöllina sem er steinsnar frá Iðnaðarsafninu. Frekari upplýsingar um ferðir strætisvagna er að finna á https://www.straeto.is/is/timatoflur/5 
  • Við safnið er garður með borðum og bekkjum og er sá möguleiki fyrir hendi að koma með nesti. Ekki er nestisaðstaða inni á safninu.