Alltaf næg verkefni á Iðnaðarsafninu.

Alltaf nóg sem fellur til.
Alltaf nóg sem fellur til.
Hollvinir draga vagninn.
 
Haustið er rólegur tími á söfnum þessa lands og þegar ferðamannastraumur hægir á sér og færri gestir koma á safnið gefst tækifæri til að fara í verk sem bíða hafa orðið.
 
Ég er svo heppinn að hafa á Iðnaðarsafninu hjá mér þrjá snillinga sem segjast allir vera komnir í úreldingu, en sannarlega er það svo að ef þessara snillinga nyti ekki við væri ekkert Iðnaðarsafn til.
 
Ég segi þetta alveg hiklaust og þetta er bláköld staðreynd.
 
Þessir höfðingar sem eru, Þorsteinn Einar Arnórsson. Jakob Tryggvason og Egill Sveinsson og kallast hollvinir Iðnaðarsafnsins sem hafa í árafjöld borið uppi starfið á safninu og gert Iðnaðarsafnið að því safni sem frumkvöðullinn Jón heitinn Arnþórsson lagði upp með og hafa þessir þrír ásamt reyndar fleirum hollvinum, í mikilli virðingu við Jón unnið áfram að hugsjón hans og þetta starf hollvinanna verður aldrei metið til fjár.
 
Í morgun voru þeir Þorsteinn og Jakob að fara yfir teppi sem framleidd voru á sambandsverksmiðjunum sálugu og skoða hvort við eigum að skipta aðeins út teppum í sýninarsölum.
 
Þessum köllum fellur alltaf til verkefni tengt safninu.
 
Einnig er verið að fara yfir skráningar og lagfæra hluti og vinna meðfram þessu öllu að drögum að sýningarsumrinu 2023. vert er að geta þess að hollvinir Iðnaðarsafnsins eldri sem yngri eru alla daga hjartanlega velkomnir og nýir félagar sérstaklega og það er alltaf heitt á könnunni hjá okkur
Einnig er gleðilegt að segja að við erum á nokkuð góðu róli með söfnun fyrir smíði líkans af skipinu okkar, Húna ll.
 
Reyndar vil ég aðeins hér kalla á framlög frá einstaklingum til dæmis. kr 1000. - kr 3000. - kr 5000.
Allt telur og munum að margt smátt er kemur inn verður stórt.
Söfnunarreikningur Hún er :
Banki 0565 - Höfuðbók 26 – reikningsnúmer er 002898.
Kt 430798-2519.
 
Með kveðju.
 
Sigfús Ó B Helgason safnstjóri Iðnaðarsafnsins