Hollvinakaffi Iðnaðarsafnsins og Húna ll

Hollvinakaffi.
Í gegnum árin hafa hinir svokölluðu hollvinir bæði Iðnaðarasafnsins sem og bátsins Húna ll verið með opið hús og boðið kaffiveitingar einu sinni í viku. Þessir hollvinir eru þeir sem dregið hafa vagninn í árafjöld og án þeirra væru bæði Iðnaðarsafnið sem og Húni ekki til, þessir hollvinir eru sannrlega bakverðir og standa vaktina ár eftir ár.
Nú erum við að byrja að keyra inn í vetrardagskrá og það vill svo skemmtilega til að á næsta ári, 2023 eiga bæði Iðnaðarsafnið og Húni stórafmæli.
Iðnaðarsafnið verður 25 ára þann 17. júní og 5 dögum síðar eða þann 22. júní verða nákvæmlega 60. ár liðin síðan Húni ll snerti sjó í fyrsta sinn.
Við minnum í þvi tilefni á söfnunina sem er í gangi til að fjármagna smíði líkans af bátnum og það er alveg óhætt að segja það hér að söfnunin gengur vel og nú þegar erum við að verða komnir í upp 1/3 af kostnaði við smíðina. Velviljinn er mikill.
Bendum á söfnunarreikninginn hér neðar á þessari síðu.
En Hollvinakaffi Iðnaðarsafnins verður á föstudögum eftirleiðis kl 10.00 á iðnaðarsafninu og þangað eru allir velkomnir i kaffi og bakkelsi, spjall og myndasýningu svo eitthvað sé nefnt.
Svo á laugardögum í allann vetur hittast Hollvinir Húna ll um borð í bátnum og þar verða kræsingar og kruðerí ef ég þekki þá Húnamenn rétt, sagðar verða sögur og sýndar myndir.
Allir eru hjartanlega velkomnir á báða þessa staði, alltaf.
Iðnaðarasafnið og Húni ll.