Iðnaðarsafnið opið á ný

Einar Fr. Malmquist og Þorsteinn E.Arnórsson.  Ljósmynd: Jakob Tryggvason
Einar Fr. Malmquist og Þorsteinn E.Arnórsson. Ljósmynd: Jakob Tryggvason

Iðnaðarsafnið er opið á ný eftir hlé. Opnunartíminn er frá kl.13.00 til 16.00 fimmtudag til sunnudags en lokað verður mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga nema fyrir hópa. Vegna slæmrar fjárhagsstöðu safnsins er enginn fastur starfsmaður en Hollvinafélag Iðnaðarsafnsins mun standa vaktina á opnunartímum og Þorsteinn E.Arnórsson sinna verkefnum safnstjóra þar til úr rætist.

Hollvinafélag Iðnaðarsafnsins samanstendur mestan part af fyrrverandi starfsfólki þeirra fyrirtækja sem mynda grunninn að Iðnaðarsafninu og því má að vissu leyti segja að safngripir sjái um opnunina.