Inn í framtíðina.

Nú í sumar höfum við á Iðnaðarsafninu eftir því sem tími hefur gefist til farið í gegnum mikið magn VHS vídeómynda sem safnið á og hefur Jakob Tryggvason hollvinur safnsins með meiru setið tímunum saman og skráð myndefni frá liðinni tíð,

Myndir frá heimsóknum í mörg fyrirtæki hér á Akureyri sem voru og hétu hér í denn, og myndir sem segja frá t.d vinnsluaðferðum á sambandsverksmiðjunum svo eitthvað sé nefnt.

Þetta eru algjörlega ómetanlegar heimildir um veröld sem var,  og nú þegar við teljum okkur vera komna með nokkuð góða skrá yfir þær myndir sem við eigum og hvað þær myndir segja, erum við að hefja fyrsta skrefið í að færa þetta myndefni yfir í stafrænt form. Höfum við leitað til Trausta Halldórssonar hér í bæ um að færa þetta yfir fyrir okkur. 

Meðfram þessari vinnu erum við á safninu að vinna að fjármögnun á allt að fjórum sjónvarpsskjáum sem við stefnum að að koma upp í sölum safnsins og segja þar myndræna sögu af því hvaðeina sem kemur út úr gömlu vídeóunum sem fyrr eru nefnd.

Þetta gefur okkur  tækifæri til að miðla svo óteljandi hlutum og segja jafnvel sérstakar lifandi sögur, bæði gamlar og nýjar og þessi tækniheimur sem við lifum í í dag er svo stórt tækifæri sem við Iðnaðarsafnsmenn viljum taka þátt í 

Þetta gefur okkur líka tækifæri á að miðla miklu betur til safnsgesta sögunni, því þótt vissulega sé sjón sögu ríkari að ganga um Iðnaðarsafnið og skoða muni þess, þá er það nú einhvern veginn að mynd og hljóð glæða safnið svo mikilli fyllingu og við teljum að með þessum ætlunum okkar um tæknivæðingu safnins munum við enn frekar ná að segja iðnaðarsögu Akureyrar sem mest og best. 

Það er mikil hugur í okkur safnamönnum og vel við hæfi að halda áfram þvi verki er frumherjinn Jón Arnþórsson heitinn hóf og einmitt á næsta ári verður Iðnaðarsafnið 25 ára og því tilvalið að stíga þetta tækniskerf inn í vonandi bjarta framtíð Iðnaðarsafnins á Akureyri.