Myndasýningar á Hollvinakaffi alla föstudaga.

Stofnandi Iðnaðrasafnsins á Akureyri.
          Jón Arnþórsson.
Stofnandi Iðnaðrasafnsins á Akureyri.
Jón Arnþórsson.
Á hollvinakaffi Iðnaðarsafnsins s.l föstudag byrjuðum við að njóta þeirrar miklu tæknibyltingar sem hefur hafið innreið sýna hér á Iðnaðarsafnið.
Við sýndum fyrstu myndina sem við fengum úr ranni Trausta Halldórssonar sem hefur tekið að sér að yfirfæra allt myndefni er við veljum yfir í stafrænt form, og það átti svo sannarlega vel við að fyrsta myndin sem sýnd var í þessum nýja veruleika okkar er mynd um Iðnaðarsafnið sem Örn Ingi Gíslason heitinn tók árin 1999 og 2000 á árdögum Iðnaðarsafnsins sem þá var til húsa í Hekluhúsinu á Gleráreyrum. Iðnaðarsafnið var formlega stofnað 17 júní árið 1998.
 
Það var einkar gleðilegt að sjá stofnanda safnsins, sjálfan Jón Arnþórsson heitinn í mynd og sannarlega söknum við hans og minnumst hans með miklu þakklæti fyrir þá ómetnalegu hugsjón sem hann lagði til við varðveislu muna úr sambandsverksmiðjunum sem voru grunnurinn að þvi Iðnaðarsafni sem til er í dag. Framlag Jóns til varðveislu iðnaðarsögu Akureyrar síðustu aldar verður aldrei fullþakkað og því enn og aftur var það tilhlýðilegt að myndin það sem hann sjálfur er í aðalhlutverki skyldi ríða á vaðið í þeirri ætlan okkar að glæða Iðnaðarsafnið lífi með kvikmyndum liðins tíma.
Blessuð sé minning Jóns Arnþórssonar alla tíð.
 
N.k föstudag verður aftur hollvinakaffi og þá ætlum við að sýna mynd sem heitir iðnaður á Akureyri en það er farið í heimsókn til um það bil 20 iðnfyrirtækja árið 1993.
 
Nokkur þeirra verða hér nefnd.
 
Sambandsverksmiðjurnar.
Slippstöðin.
Súkkulaðiverksmiðjan Linda.
Útgerðarfélag Akureyringa .
Mjólkursamlagið.
Flóra.
Kaffibrennslan og fleiri fyrirtæki.
 
Sjón er sögu ríkari og gaman að líta til baka.
 
Hollvinakaffið byrjar kl 10.00 alla föstudaga á Iðnaðarsafninu og allir eru hjartanlega velkomnir og við hvetjum nú sérstaklega konur og menn sem unnu á sambandsverksmiðjunum fyrrum að líta til okkar.