Skrifað undir samning um framsal höfundaréttar

Jóna Sigurlaug Friðriksdóttir, safnstjóri Iðnaðarsafnsins og Jakob Tryggvason skrifa undir samning u…
Jóna Sigurlaug Friðriksdóttir, safnstjóri Iðnaðarsafnsins og Jakob Tryggvason skrifa undir samning um framsal höfundaréttar.

Um er að ræða ljósmyndir sem Jakob hefur tekið af gripum safnsins vegna skráningar í menningarsögulega gagnagrunninn Sarp. Samningurinn nær til þeirra mynda sem Jakob hefur þegar tekið, auk þeirra mynda sem hann á enn eftir að taka af safngripum.

Jakobi finnst þetta fyrirkomulag „ljómandi fínt“ eins og hann orðaði það og finnst liggja í hlutarins eðli að Iðnaðarsafnið eigi höfundaréttinn af þeim myndum sem notaðar eru vegna skráninga í Sarp.

Um 50 söfn eru aðilar að Sarpi og er vefurinn öllum aðgengilegur. Hægt er að skoða allt milli fjalls og fjöru á sarpur.is og má segja að vefurinn sé varanlegur geymslustaður fyrir sameiginlega menningarsögu þjóðarinnar.