Torfunefsbryggja.

Torfunefsbryggja - framhald.
Á dögunum sögðum við frá því að gamla Torfunefsbryggjan væri að hverfa vegna skipulagsbreytinga og framkvæmda við nýjann viðlegukant í miðbænum og svo er nú að bryggjan er horfin.
Hún var rifin og saga að segja frá því að eðaltimbrið í bryggjunni sem var búið að þjóna okkur Akureyringum vel og lengi var bara rifið upp með stórvirkum tækjum verktakafyrirtækisins Árna Helgasonar ehf í Ólafsfirði og til að nýta það til fulls var það flutt á vörubíl út í Ólafsfjörð þar sem það var meginuppistaðan í áramótabálkesti Ólafsfirðinga þetta árið. Árni Helgason alltaf nýtinn.
Að sögn tíðindarmanns okkar logaði bæði vel og lengi í timbrinu úr bryggjunni og gott að vita að bryggjan eða timbur hennar hafi bæði glatt og Ólafsfirðingar hafi geta ornað sér við ylinn sem hún gaf á bálinu nú um áramótin.