19 júní. Konur þessa lands. Til hamingju með daginn.

Allar konur þessa lands.
Til hamingju með daginn.
 
Þann 19. júní 1915 undirritaði Kristján X. konungur lög um breytingu á stjórnarskrá Íslands sem m.a. færðu konum 40 ára og eldri kosningarétt til Alþingis. Íslenskar konur fögnuðu þessum tímamótum með hátíðarhöldum í Reykjavík þann 7. júlí, sama dag og Alþingi kom saman til fundar.
Konur héldu upp á kosningaréttinn með hátíðarhöldum 19. júní 1916 og mörg ár þar á eftir enda er dagurinn iðulega nefndur kvenréttindadagurinn.
Að þessu sögðu og í tilefni dagsins eru allar konur bæjarins velkomnar á Iðnaðarsafnið á þessum degi í boði safnsins.
Munum að það voru konur ekki síður en karlar sem skópu Akureyri og iðnaður var ekki síður á hendi kvenna en karla.
Þessu fögnum við og bjóðum konum sérstaklega heim í dag.
Iðnaðarsafnið er opið frá kl 11.00 til kl 17.00.
Heitt á könnunni.