Áfram er tekið til og lagað fyrir afmælið.

Áframhaldandi tiltekt fyrir afmæli safnsins.
 
Í morgun héldum við safnamenn áfram að laga til, færa vélar og tæki og endurstilla út á útisvæðinu.
 
Við leggjum ofuráherslu á að allt verði orðið tilbúið þann 2. júní n.k þegar við höldum uppá 25 ára afmæli safnsins.
 
Þessi 25 ár sem liðin eru frá því að Jón heitinn Arnþórsson opnaði safnið í fyrsta sinn hafa fært okkur heim sanninn um að verk Jóns var þrekvirki sem aldrei verða full þökkuð.
 
Þessi saga iðnaðar hér í bæ sem safnið er að segja, og sýna er svo órjúfanlegur hluti sögu Akureyrar og Akureyri væri ekki sá stórbær ef iðnaðar hefði ekki notið við hér í bæ, þá sögu viljum við og ætlum að segja vonandi áfram í komandi framtíð.
 
Enn við berjum okkur á brjóst og trúum þvi að safnið muni lifa um ókomin ár og við getum fært þessa merku sögu áfram til komandi kynslóða.
 
Hirðljósmyndari safnsins Jakob Tryggvason mundaði myndavélina í morgun þegar Hermundur Jóhannesson vörubílstjóri og hollvinur safnsins færði til tæki og tól fyrir okkur.