Arfur verk- og tæknimenningar

Minjastofnun Íslands hefur boðið Iðnaðarsafninu að taka þátt í menningarminjadögum sem haldnir eru um alla Evrópu, allt frá Rússlandi og Aserbaídsjan vestur yfir til Portúgals og norður til Noregs. Þetta er einn af stærstu menningarviðburðum heims, en gestafjöldi í álfunni allri hleypur á tugum milljóna. Ísland ætlar að vera með núna í ár, en þemað er „Industrial and Technical Heritage“, sem útleggst hjá okkur sem „arfur verk- og tæknimenningar.“

Minjastofnun mun gefur út bækling nú í sumar um menningarminjadaganna þar sem viðburður verður m.a. auglýstur. Einnig er Iðnaðarsafnið sett á alþjóðlega vefsíðu menningarminjadagsins sem haldið er út af Evrópuráðinuhttp://www.europeanheritagedays.com og glitra þar sem stjarna á evrópukortinu.

Þeim sem boðið er að taka þátt koma allir úr grasrót hvers minjasvæðis á Íslandi, Minjastofnun Íslands hefur samband við fyrirmyndaraðila sem starfa með menningarminjar hérlendis. Hér er ekki aðeins um auglýsingu að ræða heldur bæði innlenda sem alþjóðlega viðurkenningu á starfi safnsins. Í tilefni þessara miklu viðurkenningar verður frítt inn á safnið fyrir gesti þann 17. júní nk. en það er stofndagur Iðnaðarsafnsins. Á Akureyrarhátíðinni „Einni með öllu,“ sem verður um verslunarmannahelgina 31. júlí til 3. ágúst verður boðið upp á safnaleiðsögn og 50 % afslátt að aðgangseyri alla helgina.