Bjórsýning laugardaginn 15. febrúar

Í tilefni þess að 25 ár eru síðan sala bjórs var leyfileg á Íslandi á ný mun Iðnaðarsafnið setja upp glæsilega bjórsýningu laugardaginn 15. febrúar kl. 14 til 16. Sýningin mun standa fram á vor. Verið hjartanlega velkomin!