Desemberdagar.

Þessa dagana er heldur róleg umferð gesta um safnið hjá okkur og því notum við nú tækifærðið þessa dagana að þrífa, laga til og endurskipuleggja safnið aðeins.
Á sama tíma erum við að reyna að tryggja rekstrargrundvöll safnins til framtíðar með samtölum við ráðamenn Akureyrarbæjar og vonandi getum við fært fréttir af þeim samtölum fljótt.
 
Það er engin bilbugur á okkur og ætlum við kokhraustir að taka á mót nýju ári með bjartsýni og djarfhug að leiðarljósi.
 
Á morgun, föstudaginn 9, desember kl 10.00 verður Hollvinakaffi safnsins eins og undanfarna föstudaga og við setjum eitthvað skemmtilegt í sjónvarpið og við fáum okkur kaffidreytil og eitthvað sætt og gott með. 
 
Iðnaðarsafnið verður 25. ára  þann 17. júní á næsta ári og við safnamenn erum staðráðnir í að halda vel og mikið upp á afmælið með ýmsum hætti.
Við stefnum að þvi að halda jólakaffi föstudaginn fyrir gesti og gangandi 16. desember og þá eru allir hjartanlega velkomnir á safnið og við verðum með eitthvað gott á boðstólnum í anda jólanna.