Takk fyrir

Á síðasta degi sumaropnunar þakkar Iðnaðarsafnið kærlega fyrir sig. Starfsfólk, gestir, Hollvinir og aðrir styrktaraðilar; allir sem okkur hafa heimsótt, og/eöa lagt lið:

Kærar þakkir! Norðurorka fær mikið þakklæti fyrir sitt góða framlag og einnig Akureyrarstofa fyrir að styrkja sumarsýningarnar okkar. Og síðast en ekki síst þökkum við þeim sem komu færandi hendi með muni til varðveislu.

Takk fyrir kærlega og vonandi njótið þið alls hins góða sem veturinn framundan hefur upp á að bjóða.