Eyfirski safnadagurinn

Að kvöldi safnadags.
Eyfirski safnadagurinn er að renna sitt skeið þetta árið og óhætt er að segja að dagurinn hafi boðið upp á allt hið besta í mannlegri tilveru. Glæsilegt veður, mikla þátttöku safnanna hér við Eyjafjörð, og síðast enn ekki síst gríðarlega mikla og góða þátttöku gesta.
 
Við á Iðnaðarsafninu vorum árusulir og flögguðum fána lýðveldisins Íslands í morgun.
 
Frá kl 12.30 og til kl rúmlega 17.00 ( 1 klst umfram auglýstan opnunartíma) var nánast stöðugur straumur gesta til okkar á safnið og það sem þetta var gaman, bros á hverju andliti, og fallegar kveðjur safninu til handa yljuðu okkur meir enn orð fá lýst.
 
Við safnamenn Iðnaðarsafnsins viljum þakka öllum þeim er lögðu leið sýna til okkar í dag og margir gestir dagsins sögðust þurfa að koma aftur og skoða meira.
 
Við þá viljum við segja sem og alla aðra,
 
Verið ávalt hjartanlega velkomin á
 
 
Takk fyrir okkur.