Eyfirski safnadagurinn 3. maí og Iðnaðarsafnið tekur þátt!

Markmið safnadagsins er að vekja athygli á fjölda fróðlegra og forvitnilegra safna og sýninga við Eyjafjörð og því starfi sem þar fer fram. 
Safnadagurinn er að þessu sinni tileinkaður handverki í öllum sínum birtingarmyndum. Endilega kíkið á facebooksíðu Eyfirska safnadagsins hér

Söfnin opna auk þess samsýningu í menningarhúsinu Hofi á Akureyri þennan sama dag. Þar sýnir hvert safn forvitnilegan grip úr safnkosti sínum. Sýningin verður opin út ágúst.