Framkvæmdir við geymslur Iðnarsafnsins.

Séð inn í gámana/geymslurnar okkar
Séð inn í gámana/geymslurnar okkar

Nú á dögunum var langþráðum áfanga og baráttumáli okkar iðnarsafnsmanna náð þegar  lokið var við að rafvæða geymslugáma safnsins. Þetta var löngu tímabær aðgerð og hefur verið ósk okkar nú í nokkur ár.

Það var því mikill gleðidagur loksins á fimmtudaginn 29 september s.l þegar við fengum ljós og hita í gámana sem í dag eru loksins orðnar geymslur, ekki bara gámar.

Þetta gjörbreytir aðstöðu okkar bæði til að geyma hluti og ekki síður verður allt vinnuumhverfi okkar miklu betra og annað. 

Iðnaðarsafnið er eins og mörg og sennilega öll söfn þessa lands að fást við þann vanda að geymslur eru sneisafullar og því er það gríðarlegt atriði að þær geymslur sem við höfum aðgang að séu þannig úr garði gerðar að munir sem þar eru varveittir liggi ekki undir skemmdum.

Því er þessi framkvæmd er hér en nefnd mikill áfangasigur fyrir okkur við að varðveita sögulega muni er berast til safnins reglulega, og sannarlega má þar einnig nefna og þakka þann mikla velvilja sem bæjarbúar, bæði einstaklingar og fyrirtæki hugsa til okkar þegar munir sem segja sögu, iðnaðarsögu eru annars vegar. Með því eflum við safnið okkar og færum liðna tíð og gengin spor til komandi kynslóða. Það er okkar hlutverk.