Fróðleiksmoli - ,,Saumavélin

Tölvan, sem heitir IBM Portable, var hins vegar oft nefnd saumavélin þar sem hún þótti minna frekar á vél til notkunar fyrir saumaskap heldur en tölvu. 

Saumavélin, sem var með innbyggt lyklaborð, var hins var mikil bylting fyrir fyrirtæki því í fyrsta skipti var hægt að ferðast með tölvu á milli funda. „Það var hins vegar ekki fyrr en á 10. áratug 20. aldar sem fartölvur hófu að þróast allverulega og notagildi þeirra jókst umtalsvert. Það þótti til dæmis til tíðinda þegar ThinkPad vélarnar frá Lenovo ruddist fram á markaðinn árið 1994 með fartölvu sem bjó yfir innbyggðu geisladrifi. Hún gerði notendum kleift að hlaða inn og nota mikið af gögnum með einföldum hætti," segir Gísli Þorsteinsson hjá Nýherja. 

Ein mesta byltingin í þróun fartölva hingað til var í kringum aldamótin 2000 þegar fyrstu vélarnar með innbyggðu þráðlausu neti komu á markað. „Þá jókst notagildi og afköst notenda verulega. Síðan þá hafa framleiðendur ávallt komið með ýmsar nýjungar á hverju ári. Má þar nefna árið 2001 þegar ThinkPad T línan kemur á markað sem býr yfir innbyggðum öryggiskubbi sem gerir vélarnar þær öruggustu sem völ er á. Árið 2003 var ThinkPad T41 fyrsta fartölvan með innbyggða vörn fyrir harða diskinn sem ver diskinn fyrir skemmdum, til dæmis ef hún fellur í gólfið. Vörnin dregur því verulega úr diskabilun. Þá kom árið 2004 á markað fyrsta fartölvan með innbyggðum fingralesara. 

Það sem hefur meðal annars áhrif á þróun fartölva í dag er mikill áhugi á samfélagsmiðlum á netinu eins og Facebook, Youtube og fleiri miðlum. „Slíkur áhugi kallar á að í fartölvum séu vefmyndavélar. Skype er mjög vinsælt og getur ungt fólk spjallað frítt í gegnum það með góðri fartölvu. Einnig hefur myndvinnsla aukist verulega og mikið tekið af videomyndum. Windows MovieMaker með Windows 7 kemur því að góðum notum. Þá hafa örgjörvar breyst mikið og eru nú með meiri áherslu á orkusparnað en áður," segir Gísli. 

Grein tekin af Vísi.is