Góð gjöf til safnsins.

Ungt fólk hefur líka tilfinningu fyrir því sem er gamalt.
Á laugardaginnn komu þrjú ungmenni færandi hendi á Iðnaðarsafnið.
Þau komu með til safnsins að gjöf forláta ullarteppi eða værðarvoð, sem framleitt var í fánalitunum af Foldu og var framleitt í tengslum við heimsmeistaramótið í handknattleik sem haldið var hér á Íslandi og meðal annars hér á Akureyri.
Það er alltaf gaman að taka á móti munum en þessi gjöf var mjög sérstök þar sem um svo unga gefendur er að ræða og öll eru þau fædd löngu eftir að mótið var haldið hér sem og umrædd værðaravoð var framleidd.
Þessir ungu einstaklingar heita Ísak Kári Birkisson. Þorri Páll Óðinsson og Katrín Birta Birkisdóttir.
Iðnaðarsafnið þakkar þeim innilega fyrir þessa hugulsemi og góðu gjöf.
Gæti verið mynd af towel