Góð heimsókn og mikill stuðningur.

Góð heimsókn og mikill stuðningur.
 
Í dag, föstudag fengum við góða heimsókn á safnið til okkar. Félagar úr hollvinafélagi Húna komu og drukku með okkur kaffi og um leið komu þeir til að sýna okku stuðning í þeirri baráttu sem við eigum nú í fyrir tilveru Iðnaðarsafnsins.
Það er óhætt að segja að undanfarna daga höfum við fengið alveg ótrúleg viðbrögð frá ýmsum aðilum hér í bæ við þeirri stöðu er blasir við um lokun safnsins.
 
Rétt er þó að geta þess að loksins fengum við svar frá formanni bæjarráðs sem sagði í svari við bréfi okkar bréfi að bæjarstjórn Akureyrar muni vinna að framfylgd safnastefnunnar og leita leiða til sameiningar Iðnaðarsafnsins við Minjasafnið.
Nú vitum við svo sem ekki á þessari stundu hvað sameining við Minjasafnið þýðir fyrir Iðnaðarsafnið, en það er ljóst að við safnamenn Iðnaðarsafnsins munum standa vaktina á meðan stætt er.
 
Hollvinir Húna ll komu og standa með okkur sem einn maður í þessu ástandi, en þeir félagar okkar góðu nefndu það einmitt að stærsti safngripur Iðnaðarsafnsins væri báturinn Húni ll og sannarlega bera þeir ugg í brjósti um hvað verði um bátinn nái þessar hugmyndir bæjarstjórnar Akureyrar fram að ganga.
 
Það skal hér endurtekið að það var gott að fá þá Húnamenn í heimsókn til okkar og það er algjör samhljómur í okkur öllum er varðar áhyggjur af framtíð Iðnaðarsafnsins og þar með Húna ll.
 
Ein þó skemmtileg frétt með þessu, en nú vorum við að fá fréttir frá skipasmíðastöðinni hans Elvar Þórs Antonssonar á Dalvík og mynd af stöðu smíði líkansins og það er alveg ljóst að hvernig sem allt fer og hver framtíð Iðnaðarsafnsins verður munum við láta klára smíði líkansins af Húna og halda upp á 60 ára afmæli bátsins sjálfs þann 22 júní n.k.
 
Hvort sú athöfn verði um leið erfidrykkja hins 25 ára Iðnaðarsafns skal ósagt látið hér að sinni.
 
Minni á að enn er hægt að styrkja verkefnið um smíði líkansins af Húna ll með fjárframlagi og hvetjum við alla þá sem vettlingi geta valdið að vera með, margt smátt mun hjálpa.
Söfnunarreikningur vegna smíð líkans af Húna ll.
Banki 0565 - Höfuðbók 26 – reikningsnúmer er 002898.
Kt 430798-2519.