Iðnaðarsafnið hlýtur styrk.

Þorsteinn (t.v.) tekur við styrknum frá Jóni (t.h.)
Þorsteinn (t.v.) tekur við styrknum frá Jóni (t.h.)

EFLA hefur úthlutað í fjórða sinn úr samfélagssjóði sínum, en verkfræði- og ráðgjafarfyrirtækið stofnaði sjóðinn í tilefni af 40 ára afmæli sínu. Markmið sjóðsins er að láta gott af sér leiða í samfélaginu og veita styrki til verðugra verkefna. Tekið er á móti umsóknum í samfélagssjóðinn allt árið en úthlutað er úr sjóðnum tvisvar á ári, að vori og hausti. Í valnefnd sitja 3 aðilar sem allir starfa hjá EFLU.

Samtals bárust 93 umsóknir að þessu sinni og hlutu sjö verkefni styrki, þ.á.m. Iðnaðarsafnið á Akureyri vegna breytinga á húsnæði safnsins.

Önnur verkefni sem hlutu styrk eru:

  • „Hamingjan er hér… í Reykjadal“ vegna sumarbúða fyrir fötluð börn
  • Ellimálaráð Reykjavíkurprófastdæma og Ellimálanefnd Þjóðkirkjunnar vegna orlofsbúða aldraðra á Löngumýri í Skagafirði
  • Félag heyrnalausra vegna framleiðslu á þáttunum um Tinnu Táknmálsálf
  • Sigríður Dögg Arnardóttir vegna útgáfu á kynfræðslubók fyrir unglinga
  • Landsamkeppni í eðlisfræði vegna farar landsliðs framhaldsskólanema á Ólympíuleika í eðlisfræði
  • Þróunarverkefni nemenda í Háskólanum í Reykjavík vegna þátttöku í Robosub keppninni í San Diego með kafbátinn Ægi

Þorsteinn E. Arnórsson, formaður stjórnar Iðnaðarsafnsins Akureyri, tók við styrknum úr hendi Jóns Valgeirs Halldórssonar, nefndarmanni í Samfélagssjóði EFLU, í húsakynnum safnsins að Krókeyri í gær.

 Upprunaleg frétt á AKV.is