Iðnaðarsafnið í Gestgjafanum

Iðnaðarsafnið fékk heimsókn frá Katrínu Rut Bessadóttur sem starfar sem blaðamaður á Gestgjafanum. í dag kom nýjasta tölublað Gestgjafans út og þar má lesa stórskemmtilega grein um iðnaðarbæinn Akureyri og sjá fjölmargar myndir af afurðum iðnaðarins. Þökkum Katrínu fyrir komuna og minnum ykkur á að kaupa Gestgjafann næst þegar farið verður í verslunarleiðangur.