Iðnaðarsafnið sýnir ljósmyndir og kvikmyndir.

Hilmir SU 171.
Hilmir SU 171.
Þessa dagana erum við safnamenn á Iðnaðarsafninu óþreytandi við að safna ljósmyndum og kvikmyndum liðins tíma.
Myndir sem segja sögu, sögu iðnaðar frá Akureyri fortíðar og með því erum við að kalla fram og varðveita ómetanlegar heimildir um veröld sem var.
Nú er t.d verið að setja fyrir okkur yfir í stafrænt form mikið magn ljósmynda af skipum og bátum sem hér á Akureyri hafa verið smíða og þar njótum við ómetanlegrar hjálpar Árna Björns Árnasonar sem hefur nú í árafjöld safnað saman heimildum um sögu skipasmíða á Akureyri og á Árni á vef sínum aba.is gríðarlega merkar heimildir sem eru í raun algjör demantur fyrir okkur að fá að seilast í.
Það er gaman að segja frá því að einmitt um þessar mundir eru 70 ár frá því að Slippstöðin hóf starfsemi sýna og fyrr á þessu ári voru nákvæmlega 50 ár síðan skipasmíðastöðin Vör hóf starfsemi sýna.
Þessar tvær skipasmíðastöðvar, Slippurinn og Vör koma svo sannarlega mikið við sögu iðnaðar á Akureyri og sannarlega vert að geta þessara tímamóta hér.
Allar þessar myndir er hér er um að ofan er rætt verða til sýnis á Iðnaðarsafninu sem og aðra myndir úr öðrum iðngreinum og við stefnum að því að vera alltaf á opnunartíma safnsins með gangandi ljósmyndasýningar í einhverjum af fjórum sölum safnsins.
Myndin sem fréttinni  fylgir er af einu glæsilegasta skipi er Slippstöðin smíðaði á sinni tíð Hilmi SU 171.