Jólakaffi og piparkökur

Iðnaðarsafnið á Akureyri býður upp á jólakaffi og piparkökur laugardaginn 5. desember nk. milli kl. 14 og 17.

Komdu og eigðu skemmtilega stund á safninu.

Í síðasta sinn verður hægt að skoða myndir á pappír frá starfsárum Sambandsverksmiðjanna.

Iðnaðarsafnið verður lokað í desember og janúar.

Opnum aftur 6. febrúar 2016.