Lokað vegna breytinga til 7. febrúar

Iðnaðarsafnið verður lokað til 7. febrúar vegna margvíslegra breytinga. Á neðri hæðinni er verið bæta við og færa til sýningargripi, þar má t.d. nefna gripi frá Hárgreiðslustofunni Snyrtihúsið sf. sem var til húsa í Skipagötu 1 og er nú hætt starfsemi og eftirlét Iðnaðarsafninu marga gripi.

Á efri hæðinni er verið að taka inn gripi frá prentiðnaði og er setjaravél þar á meðal margra góðra gripa frá Siglufjarðarprentsmiðju sem stofnuð var árið 1917.

Framundan er því mikil vinna og vel þegið ef einhverir sæju sér fært að aðstoða okkur. Það má hafa samband í síma safnsins sem er 462 3600