Nýr safnstjóri á Iðnaðarsafninu á Akureyri

Jóna Sigurlaug Friðriksdóttir, nýr safnstjóri Iðnaðarsafnsins
Jóna Sigurlaug Friðriksdóttir, nýr safnstjóri Iðnaðarsafnsins

Þorsteinn Einar Arnórsson hefur nú látið af störfum sem safnstjóri Iðnaðarsafnsins. Nýr safnstjóri er Jóna Sigurlaug Friðriksdóttir, en hún hefur unnið sem safnvörður á Iðnaðarsafninu síðastu fimm ár. Jóna er með BA-gráðu í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri og viðbótardiplómu í safnfræði frá Háskóla Íslands. Iðnaðarsafnið óskar henni velfarnaðar í starfi.

Þorsteinn mun áfram starfa sem sjálfboðaliði á safninu, eins og hann hefur gert um árabil.

Iðnaðarsafnið er sjálfseignarstofnun með fimm manna stjórn.

Stjórnina skipa:

Almar Alfreðsson, verkefnastjóri menningarmála hjá Akureyrarstofu

Sóley Björk Stefánsdóttir bæjarfulltrúi

Heimir Kristinsson, tilnefndur af Byggiðn félagi byggingamanna

Jakob Tryggvason, tilnefndur af Hollvinafélagi Iðnaðarsafnsins

Þorsteinn Einar Arnórsson, tilnefndur af Einingu-Iðju.