Saga starfsmannafélags Sambandsverksmiðjanna á Akureyri

Hafinn er ritun á sögu starfsmannafélags Sambandsverksmiðjanna á Akureyri í samstarfi við sögufélag Eyfirðinga. Saga félagsins mun koma út í áföngum sem greinar í næstu heftum af tímaritinu Súlum. Starfsmannafélagið var mjög öflugt á ýmsum sviðum allt frá stofnun þess árið 1936 og var fátt þeim óviðkomandi eins og sést þegar fundagerða bækur eru skoðaðar.

 Nefna má að staðið var fyrir dansleikjum, grímuböllum og leiksýningum, íþróttanefnd félagsins sá um Muller æfingar, fest var kaup á kringlu, spjóti, kúlu, stangarstökksstöng og tveimur knöttum til að spila knattspyrnu og handknattleik, einnig var staðir fyrir kvikmyndasýningum fyrir börn. Byggður var skíðasksáli er bar heitið Miðgarður sunnan við Miðhúsaklappir svo eitthvað sé nefnt af þeim fjölmörgu verkefnum sem starfmannafélagið stóð fyrir. 
 
Sagan hefst í næsta hefti af Súlum sem væntanlega kemur út um mánaðarmótin apríl/maí nk. Þeir sem vilja fylgjast með geta gerast áskrifendur af Súlum með því að senda inn nafn, heimilisfang og kennitölu á netfangið idnadarsafnid@idnadarsafnid.issteiniea@idnadarsafnid.is eða birgirmarinosson@simnet.is 
 
Ritnefndin mun fá valinkunna menn sér til aðstoðar við söguritunina og öflun efnis. Nefndin vill benda á að með ritun sögu starfsmannafélagsins varðveitast dýrmætar minningar um öflugt félag sem byggðist á krafti og þrautseigju fólksins sem starfaði á verksmiðjunum á Gleráreyrum, saga sem ekki má glatast.