Samstarfssamningur við Sjómannafélag Eyjafjarðar

Trausti Jörundarson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar, í húsakynnum félagsins við Skipagötu á Aku…
Trausti Jörundarson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar, í húsakynnum félagsins við Skipagötu á Akureyri

Á síðastliðnu ári kom að Iðnaðarsafninu nýr styrktaraðili, þ.e. Sjómannafélag Eyjafjarðar.  Á árinu 2020 bætti félagið um betur og gerði þriggja ára samstarfssamning við Iðnaðarsafnið. Það voru þau Trausti Jörundarson, formaður Sjómannafélagsins og Jóna S. Friðriksdóttir, safnstjóri Iðnaðarsafnsins sem skrifuðu undir samninginn.

Aðkoma og velvild Sjómannafélags Eyjafjarðar er ómetanleg fyrir Iðnaðarsafnið og léttir því róðurinn í straumþungu rekstrarumhverfi.

Uppsetning sýningar

Á Iðnaðarsafninu er nú unnið að uppsetningu sýningar sem fjallar einmitt um lífið beggja vegna yfirborðs sjávar. Stefnt er að því að opna hana um miðjan júní. Nánari dagsetning verður auglýst síðar.