Síðbúin jóla- og áramótakveðja sem og fréttir

Eitthvað var tæknin að stríða okkur þegar sett var inn jólakveðja á aðfangadag. Iðnaðarsafnið óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Það verður fjölmargt nýtt á nálinni á safninu þetta árið. 1. mars n.k eru 25 ár liðin síðan bjórinn var leyfður aftur á Íslandi og í tilefni þess munum við setja upp heljarinnar bjórsýningu sem myndi gera alla bjórunnendur stolta. Stefnt er að opnun sýningarinnar um miðjan febrúar og laugardagurinn 1. mars verður fjörugur hér á safninu. Nánar um það síðar.

Nú fara leik- og grunnskólar að streyma á safnið og tökum við glöð á móti öllum hópum sem vilja koma. Skólar fá frían aðgang að safninu og því um að gera fyrir þá að gera sér glaðan dag og mæta með börnin stór og smá.