Sjóslysa fyrir 60 árum minnst.

Sjóslys.
Þann 9 apríl sem var í gær voru nákvæmlega 60 ár liðin síðan mikil sjóslys urðu hér Norðanlands þar sem 11 sjómenn drukknuðu af tveimur bátum frá Dalvík, einum frá Siglufirði og einum frá Þórshöfn.
Því fórust 11 manns í þessum hörmulegu slysum.
Huggun harmi þó gegn björguðust allmargir menn og bátar sem lentu í þessum veðurofsa er gekk hér yfir og eru til alveg ótrúlegar lýsingar manna er af komust af þeirri atburðarrás sem þeir gengu í gegnum.
Í þessu gjörningaveðri sem gekk hér hratt yfir þann 9. apríl 1963 var höggvið stórt skarð í margar fjölskyldur, ungir menn létust frá mörgum börnum sem og eiginkonum foreldrum og systkinum.
Til er kvikmynd „Brotið“ sem gerð var og segir sögu þessara hörmulega slysa er hér um ræðir.
Enn ekki var allt búið enn, daginn eftir, þann 10. apríl fyrir nákvæmlega 60 árum síðan fórst Vélskipið Súlan EA 300 frá Akureyri við Garðskaga með 5 mönnum. 6 mönnum var bjargað um borð í vélskipið Sigurkarfa.
Því fórust þessa tvo daga 16 manns í þessum hörmulegu slysum.
Þessarra manna minnumst við í dag og biðjum að hinn almáttugi Guð blessi minningu þeirra og styrki fjölskyldur þeirra allra.
Þeir allir eru Guði geymdir, en ekki gleymdir.
Líkanið sem hér er sýnt er af Súlunni EA 300 og er varðveitt á Iðnaðarsafninu á Akureyri og er í eigu Bjarna Bjarnasonar skipstjóra.
Myndlýsing ekki til staðar.