Sjósókn fyrri ára - frítt á safnið 2. júní

Viðburður á Iðnaðarsafninu 2. júní vegna Menningarárs Evrópu 2018.

Frítt á safnið fyrir allt það fólk sem er tengt, eða þekkir einhvern sem tengist, sjónum eða sjómennsku á einn eða annan hátt (þ.e. frítt fyrir alla).

Á Iðnaðarsafninu eru til varðveislu fjöldi skipslíkana, siglingatækja, sjóferðabóka og muna úr skipum sem hægt verður að skoða þennan dag; við óm af gömlu góðu sjómannalögunum.

Sýndar verða hnýtingar og gestir geta fengið að spreyta sig á handbragðinu.

Safnið verður opið frá 10:00 til 17:00 og kaffi á könnunni.

Starfsfólk Iðnaðarsafnsins óskar sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn þann 3. júní nk.