Skemmtileg heimsókn

Skemmtileg heimsókn.
 
Í dag fengum við á Iðnaðarsafninu ákaflega skemmtilegan hóp nemenda úr Öxafjarðar og Raufarhafnarskóla.
Þetta voru 25 nemendur og 5 kennarar og það var gaman að leiða þau um safnið og segja sögu iðnaðar á Akureyri.
Það var líka gaman að heyra að nemendurnir voru búin að undirbúa sig í skólanum undir heimsóknina til okkar og lesa töluvert um iðnaðarbæinn Akureyri og greinilegt var að krakkarnir voru áhugasöm að upplifa og sjá það með berum augum hvað við vorum að framleiða hér í bæ.
 
Krakkarnir voru einstaklega skemmtileg og kvöddu okkur safnamenn með fallegri kveðju.
 
Svona heimsóknir eru okkur mikils virði og þökkum við krökkunum að austan kærlega fyrir komuna.
 
Myndlýsing ekki til staðar.