Skötuveisla Húna ll

Skötuveisla Húna ll.
 
Hin árlega og að mati margra algjörlega ómissandi skötuveisla Hollvina Húna II fór fram í sal Brekkuskóla í gærkvöldi.
 
Milli 80 og 90 manns mættu og gæddu sér á skötunni sem rann ljúflega niður í sjómennina.
Boðið var einnig upp á saltfisk, tindabykkju, kartöflur, rófur, og hamstólg.
 
Þetta var einkar ánægjuleg kvöldstund sem Húnamenn og velunnarar áttu þarna saman.
 
Hin óviðjafnanlegi ljósmyndari, sjóari og hvað annað fleira, Þorgeir Baldursson mundaði myndavélina af sinni alkunnu snilld milli þess sem hann gúffaði í sig skötunni og hér er aðeins brot af því besta.