Sterkur bakhjarl

Iðnaðarsafnið og Norðurorka skrifuðu í gær undir bakhjarlasamning til þriggja ára þar sem Norðurorka styður við Iðnaðarsafnið með veglegri fjárupphæð, eða kr. 1.000.000 á ári. Þar sem Iðnaðarsafnið er sjálfseignarstofnun og þarf sífellt leita leiða til að afla fjár til rekstar kemur þessi styrkur í góðar þarfir fyrir safnið.