Lumar þú á frásögn?

Blómlegt atvinnulíf í iðnaðarbænum Akureyri
Blómlegt atvinnulíf í iðnaðarbænum Akureyri

Nú stendur yfir gerð hljóðleiðsagna á Iðnaðarsafninu. Þegar þeirri vinnu líkar munu safngestir geta nálgast þær með snjallsímum sínum.

Nú biðlum við til ykkar kæra fyrrverandi starfsfólk Sambandsverksmiðjanna, K. Jónssonar, Lindu, Slippsins, Kjötiðnaðarstöðvarinnar og allra hinna iðnfyrirtækjanna á Akureyri 20. aldar:

Okkur vantar stuttar frásagnir af gamla vinnustaðnum ykkar. Sem dæmi: Skemmtileg atvik, sérkennilegar vinnuaðstæður, minnistæðir vinnudagar, vísur eða vandamál sem þið fengust við að leysa. Algeng orðatiltæki, minnisstæðar manneskjur. Takmark sem starfsfólk náði. Vinnuálag, vinátta, félagsstarf á vinnustað -Eða eitthvað allt annað.

Gott er að miða við að frásögnin verði 100 orð. Skekkjumörk eru 20 orð í báðar áttir.

Endilega sendið upprifjun ykkar á idnadarsafnid@idnadarsafnid.is eða sem einkaskilaboð á facebook-síðu Iðnaðarsafnsins. Það er aldrei að vita nema þín frásögn frá gamla vinnustaðnum endi sem hljóðleiðsögn; gestum til gamans og gleði.

Fyrir þá sem vilja síður skrifa, er hægt að hringja í Jónu Sigurlaugu safnstjóra í síma 863 1355 eða Sóleyju Björk Stefánsdóttur stjórnarformann í síma 844 1555 og segja okkur frá. Við komum því á prent.

Frestur til að skila inn frásögnum er til 26.  janúar.