TERRA FYRIR HERRA
Sýningin TERRA FYRIR HERRA er til að minnast Jóns S. Arnþórssonar frumkvöðuls og stofnanda Iðnaðarsafnsins. Í ár eru liðinn 90 ár frá fæðingu hans en Jón lést árið 2011 Jón gegndi ýmsum störfum hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga svo sem sölustjóra, fulltrúa forstjóra, deildarstjóra, fulltrúa verksmiðjustjóra, og markaðsfulltrúa.
Jón var framkvæmdastjóri við Iðnsýningar samvinnumanna 1957-1973. Hann sá um verkefnið Handverk heimilanna er síðar varð Hugmyndbankinn. Það er vel við hæfi að sýningin TERRA FYRIR HERRA tengist saumastofu Gefjunar því þar hóf Jón sín fyrstu störf hjá Sambandinu. Jón var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 2009 fyrir framlag til varðveislu íslenskar verkkunnáttu og safnamenningar. Jón hóf markvissa söfnun iðnminja árið 1993 en Iðnaðarsafnið var stofnað 17. júní 1998.
Sýningin er styrkt af KEA.