Tilkynning um tilhögun vegna COVID-19 veirunnar

Iðnaðarsafnið er með óbreytta opnunartíma, þriðjudaga til laugardaga frá 13-16. Við gætum fyllsta hreinlætis og gestir eru beðnir að byrja á að þvo hendur þegar komið er inn. Hurðarhúnar, posi og hreinlætistæki eru sprittuð eftir allar heimsóknir. Það er rólegt hjá okkur og því upplagt fyrir fjölskyldur að koma til að njóta afþreygingar í afslöppuðu andrúmslofti, án nándar við annað fólk. Verið hjartanlega velkomin á Iðnaðarsafnið!