Tónleikar á Iðnaðarsafninu 17. júlí 2019 kl. 19:30 - 20:30

Hildur Petra og Jónas Pétur vilja auðga menningarlíf á Akureyri og koma á framfæri harmonikuni sem hljóðfæri. Þau hafa leikið saman um árabil við ýmis tækifæri bæði hér heima og erlendis. Einnig hafa þau bæði gefið út geisladiska með harmonikuna í forgrunni. 

Á tónleikunum munu þau skjóta inn á milli laga skemmtilegum fróðleiksmolum um harmonikuna og dans á árum áður. Til dæmis má geta þess að í gegnum tíðina hafa karlar verið meira áberandi sem harmonikuleikarar, en hljóðfærið hentar konum þó ekki síður, eins og raun ber vitni. 

*Aðgangseyrir er 1.500 kr

*Viðburðurinn hlaut styrk frá Menningarsjóði Akureyrar og er hluti af Listasumri.