Verksmiðjukrónikan

Leikritið gerist á Akureyri um 1940. Verkafólk á verksmiðjunum stendur í verkfallsbaráttu, Bretar eru komnir og miklar breytingar verða í bænum. Karlmenn eru uggandi yfir þeim áhrifum sem hermenn hafa t.d. á ungu stúlkurnar. Bretaþvottur er ekki öllum að skapi.
 
Um tuttugu leikarar taki þátt í sýningunni og að margar skemmtilegar og sérstakar persónur líti þarna dagsins ljós. Leikritið byggir á ýmsum atburðum sem þær stöllur hafa lesið eða heyrt um en margt er fært í stílinn.  Þó leikritið sé ekki sagnfræðileg heimild finnst þeim sem til þekkja kannast við margar persónur í verkinu og margt í söguþræðinum kemur kunnuglega fyrir. Þetta er skemmtilegt verk sem rifjar upp gamla tíma þegar verksmiðjur sambandsins voru á Gléráreyrunum.