"Verksmiðjustúlkan Jana í Höfða"

Í tilefni af 100 ára afmælis fullveldis Íslands 2018 og 20 ára afmæli Iðnaðarsafnsins á Akureyri, verður sýningin "Verksmiðjustúlkan Jana í Höfða" opnuð á efri hæð safnsins laugardaginn 10. febrúar kl. 14.00.

Jana hét fullu nafni Júlíana Andrésdóttir og var fædd 21. júní 1901. Hún er sögumaður sýningarinnar og samnefnari fyrir það fólk sem "vann á vélunum" eins og það var kallað en Jana vann í Klæðaverksmiðjunni Gefjunni í 40 ár.

Sérstakar þakkir eru færðar Friðriki Friðrikssyni, syni Júlíönu, og fjölskyldu hans fyrir aðstoðina við undirbúning sýningarinnar.