Viðtöl við eldri iðnaðarmenn hér á Akureyri

Valdimar Jóhannsson á Ými.
Valdimar Jóhannsson á Ými.

Viðtöl við iðnaðarfólk.

Í sumar fékk Iðnaðarsafnið á Akureyri 3 milljóna króna styrk frá Akureyrarbæ m.a til að taka upp viðtöl við eldri iðnaðarmenn á Akureyri.

Í gegnum árin hefur safnið tekið viðtöl við eldri iðnaðarmenn sem vistuð eru á safninu,en vegna manneklu hefur þetta mikilvæga starf legið niðri nú um nokkurt skeið, en með þessum styrk frá Akureyrarbæ í sumar getum við haldið þessu mikilvæga verkefni áfram.

Nú í sumar og haust höfum við verið að taka nokkur viðtöl og það skal segja alveg eins og er að þessi viðtöl sem búin eru hafa verið alveg frábær og sú saga sem þessir viðmælendur okkar hafa að segja frá liðinni tíð.  

Við höfum reynt að vera jafnréttissinnuð í þessu og tekið viðtöl við bæði konur og menn.

Við höfum tekið eftirfarandi viðtöl við eftirfarandi.

Margrét Marvinsdóttir sem vann í áratugi hjá mjólkursamlagi KEA og Norðurmjólk og síðast MS.

Kristín Ragnarsdóttir sem vann í Flóru m.a og svo í þvottahúsunum hér í bæ.

Torfi Leósson húsgagnasmíðameistari  hjá Valbjörk.

Finnur Magnússon sem vann lengi og rak Glerslípun hér í mörg herrans ár.

Júlía Sjöfn Sigurjónsdóttir sem starfaði í áratugi í Kristjánsbakaríi.

Sigurður Gunnlaugsson prjónameistari m.a og gefandi fánastangamóts er sagt var frá hér fyrir nokkru síðan.

Og í dag tókum fórum við í heimsókn til  hjónanna  Valdimars Jóhannssonar húsgagnasmiðs á Ými m.a. og hans góðu konu Ástu Þengilsdóttur í Austurbyggð 3 og tókum ákaflega skemmtilegt  og fróðlegt  viðtal við Valdimar.

Við höfum tekið öll þessi viðtöl á heimili viðmælenda og höfum reynt að hafa andrúmsloftið sem heimilegast og ekki má nú gleyma að vel hefur verið veitt í bakkelsi af viðmælendum og eða mökum þeirra þegar við hefur átt.

Við höfum verið að búa til lista yfir hugsanlega viðmælendur og erum með um það bil 35 til 40 eldri iðnaðarmenn, menn og konur sem við stefnum að í haust og í vetur að taka viðtöl við.

Í þessum viðtölum reynum við að fá sögur af þessu góða fólki sem hefur svo merkilega sögu að segja úr atvinnu og iðnaðarsögu Akureyrar og margt sem hefur komið fram í þessum viðtölum hefur aldrei áður komið fram. Þess vegna eru þessi viðtöl svo dýrmæt fyrir söguna okkar. Iðnaðarsafnið á Akureyri á þessi viðtöl og munu þau verða varðveitt í safninu.

Það mun svo koma í ljós hvort þessi viðtöl verða á einhverjum tíma opinber fyrir almenning , en sannarlega munu viðtölin verða aðgengileg fyrir sagnfræðinga og þá sem hafa áhuga á að kynna sér og skrifa um þennan merkilega tíma iðnaðarsögu Akureyrar.