Vilt þú gerast hollvinur Iðnaðarsafnsins

Iðnaðarsafnið er sjálfseignarstofnun og eru stofnaðilar þess Eining-Iðja, Byggiðn – Félag byggingamanna, Akureyrarbær og Hollvinafélag Iðnaðarsafnsins. Fulltrúar þessara aðila skipa stjórn safnsins og bera ábyrgð á rekstri þess.

Iðnaðarsafnið er alfarið rekið á styrkjum frá ýmsum aðilum og vinnuframlagi (sjálfboðavinnu) Hollvinafélagsins sem nam á síðasta ári rúmlega einu ársverki.

Hollvinafélagið er öllum opið og allur stuðningur vel þeginn. Árgjald í Hollvinafélaginu er kr. 3.000 og gildir kortið sem aðgöngumiði í eitt ár.

Ef þú villt gerast hollvinur, sendir þú okkur í skilaboðum nafn og heimilisfang.