Velkomin į Išnašarsafniš - safn fyrir alla fjölskylduna

Iðnaðarsafnið á Akureyri geymir muni sem tengjast iðnaði og iðnframleiðslu liðinna tíma. Allt frá smjörlíkisgerðarvélum, prentvélum og rennibekkjum til saumavéla og áhöldum til úrsmíða. Fjöldi tækja og véla úr “gömlu verksmiðjunum” sem notaðar voru til framleiðslu á vörum, þar á meðal Saxbauta, Santos kaffi og Flóru smjörlíki, auk allskyns nytjahluta og iðnvarnings. Á efri hæð safnsins er sýning á hinni víðtæku fata- og skóframleiðslu sem fram fór á Akureyri á liðinni öld. Hver man ekki eftir náttkjólunum frá Íris, Duffys gallabuxum, Skinnu mokkajökkum og Iðunnar skóm?

 

Almennir opnunartímar:

Sumaropnun: 1. júní til 14. september - alla daga 10-17

Vetraropnun: 15. september til 31. maí - laugardaga 14-16

 

Skoðaðu Iðnaðarsafnið á Akureyri – safn fyrir alla fjölskylduna!

 

Nżjustu fréttir

 • Išnašarsafniš hlżtur styrk.

  EFLA hefur úthlutað í fjórða sinn úr samfélagssjóði sínum, en verkfræði- og ráðgjafarfyrirtækið stofnaði sjóðinn í tilefni af 40 ára afmæli sínu. Markmið sjóðsins er að láta gott af sér leiða í samfélaginu og veita styrki til verðugra verkefna. Tekið er á móti umsóknum í samfélagssjóðinn allt árið en úthlutað er úr sjóðnum tvisvar á ári, að vori og hausti. Í valnefnd sitja 3 aðilar sem allir starfa hjá EFLU.

  Samtals bárust 93 umsóknir að þessu sinni og hlutu sjö verkefni styrki, þ.á.m. Iðnaðarsafnið á Akureyri vegna breytinga á húsnæði safnsins.

  Önnur verkefni sem hlutu styrk eru:

  • „Hamingjan er hér… í Reykjadal vegna sumarbúða fyrir fötluð börn
  • Ellimálaráð Reykjavíkurprófastdæma og Ellimálanefnd Þjóðkirkjunnar vegna orlofsbúða aldraðra á Löngumýri í Skagafirði
  • Félag heyrnalausra vegna framleiðslu á þáttunum um Tinnu Táknmálsálf
  • Sigríður Dögg Arnardóttir vegna útgáfu á kynfræðslubók fyrir unglinga
  • Landsamkeppni í eðlisfræði vegna farar landsliðs framhaldsskólanema á Ólympíuleika í eðlisfræði
  • Þróunarverkefni nemenda í Háskólanum í Reykjavík vegna þátttöku í Robosub keppninni í San Diego með kafbátinn Ægi

  Þorsteinn E. Arnórsson, formaður stjórnar Iðnaðarsafnsins Akureyri, tók við styrknum úr hendi Jóns Valgeirs Halldórssonar, nefndarmanni í Samfélagssjóði EFLU, í húsakynnum safnsins að Krókeyri í gær.

   

   Þorsteinn (t.v.) tekur við styrknum frá Jóni (t.h.) 

   Upprunaleg frétt á AKV.is 


 • Myndir af leikskólaferš Naustatjörn į Išnašarsafniš komnar į sķšu Hollvinafélagsins.

  Linkur að facebook síðunni má finna hér.

 • 19 glęsileg skipalķkön komin į safniš

  Grķmur Karlsson viš skipiš Helgu

  Sýning á skipalíkönum hér á neðri hæð safnsins. Til okkar eru kominn 19 skipalíkön eyfirskra skipa, smíðuð af Grími Karlsyni má þar nefna Súluna EA 300, björgunar- og varðskipið Maríu Júlíu, Frosta ÞH 230, Narfa EA 671 og mörg fl. glæsileg skip. Sjón er sögu ríkari. Heitt á könnunni. Teppasýning á efri hæðinni.

  We are now showing 19 beautiful shipmodels here at the Museum of Industry. All models were built by Grímur Karlsson and sailed around this area. Come by and take a look! We also have a lot of other interesting things to see from back when industry bloomed in Iceland.
  And of course we also have coffee.


 • Teppasżning og sżning į skipalķkönum Grķms Karlssonar


  Við höfum fengið til okkur fjöldann allan af teppum frá Gefjun. Þau eru til sýnis hér á efri hæð Iðnaðarsafnins. 

  Einnig eru komin í hús 19 fögur skipalíkön eyfirska skipa eftir Grím Karlsson. Þau standa til sýnis á neðri hæð.


 • Sķšasta sżningarhelgi

  Laugardaginn 10.  maí n.k. er síðasta sýningarhelgi á sýningunni  „Bjór í 25 ár.“  Þar er meðal annars að sjá 152 mismunandi umbúðir  af  flöskum og dósum. Elsta  áfyllta  flaskan er frá Öl og gosdrykkjaverksmiðju Akureyrar og er flaskan frá 1957 eða fyrr.


Framsetning efnis

Sumariš 2014

Mynd augnabliksins

radskona_bakkabraedra.jpg

Heimsóknir

Ķ dag: 1
Samtals: 533900

Dagatal

« Júlí 2014 »
SMÞMFFL
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031 

Könnun

Hefur žś heimsótt Išnašarsafniš?

Póstlistar


...
moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskrįning