Velkomin į Išnašarsafniš - safn fyrir alla fjölskylduna

Iðnaðarsafnið á Akureyri geymir muni sem tengjast iðnaði og iðnframleiðslu liðinna tíma. Allt frá smjörlíkisgerðarvélum, prentvélum og rennibekkjum til saumavéla og áhöldum til úrsmíða. Fjöldi tækja og véla úr “gömlu verksmiðjunum” sem notaðar voru til framleiðslu á vörum, þar á meðal Saxbauta, Santos kaffi og Flóru smjörlíki, auk allskyns nytjahluta og iðnvarnings. Á efri hæð safnsins er sýning á hinni víðtæku fata- og skóframleiðslu sem fram fór á Akureyri á liðinni öld. Hver man ekki eftir náttkjólunum frá Íris, Duffys gallabuxum, Skinnu mokkajökkum og Iðunnar skóm?

 

Almennir opnunartímar:

Sumaropnun: 1. júní til 14. september - alla daga 10-17

Vetraropnun: 15. september til 31. maí - laugardaga 14-16

 

Skoðaðu Iðnaðarsafnið á Akureyri – safn fyrir alla fjölskylduna!

 

Nżjustu fréttir

 • Verksmišjukrónikan


  Leikfélag Hörgdæla sýnir um þessar mundir leikritið Verksmiðjukrónikan að Melum í Hörgársveit, eftir þær Stefaníu Elísabetu Hallbjörnsdóttur og Sögu Jónsdóttur sem einnig er leikstjóri.   Lesa meira

 • Starfiš ķ vetur

  Í vetur verður norðursalurinn á efri hæð Iðnaðarsafnsins lokaður vegna breytinga. Safnið verður opið eins og venjulega á laugardögum frá kl. 14.00 til 16.00 

 • Sķšasta sżningarhelgi į Gefjunar teppum og skipalķkönum

  Nú fer hver að verða síðastur að koma og skoða gullfallegu ullarteppin frá Gefjun. Einnig förum við að taka niður sýninguna af skipalíkönum Gríms Karlssonar sem eru frábær smíði á 19 Eyfirskum skipum. Sjón er sögu ríkari af bæði teppasýningunni og af 19 skipalíkönum. Komið og rifjið upp gamlar minningar með okkur.

  Nú fara fram skemmtilegar breytingar á safninu. Nýjir stórir munir að koma inn,auglýsum það síðar, mjög spennandi. 


 • Gamlir hlutir sem eiga heima į safninu okkar

  Við á safninu erum alltaf glöð þegar fólk kemur með gamla sögulega hluti til okkar á safnið. Innilegar þakkir til þeirra sem hafa gefið okkar skemmtilega og gagnlega hluti á safnið undanfarin ár.  Endilega verið í sambandi við okkur ef að þið teljið ykkur luma á myndum, hlut eða hlutum sem þið teljið eiga heima á Iðnaðarsafninu.

 • Išnašarsafniš hlżtur styrk.

  EFLA hefur úthlutað í fjórða sinn úr samfélagssjóði sínum, en verkfræði- og ráðgjafarfyrirtækið stofnaði sjóðinn í tilefni af 40 ára afmæli sínu. Markmið sjóðsins er að láta gott af sér leiða í samfélaginu og veita styrki til verðugra verkefna. Tekið er á móti umsóknum í samfélagssjóðinn allt árið en úthlutað er úr sjóðnum tvisvar á ári, að vori og hausti. Í valnefnd sitja 3 aðilar sem allir starfa hjá EFLU.

  Samtals bárust 93 umsóknir að þessu sinni og hlutu sjö verkefni styrki, þ.á.m. Iðnaðarsafnið á Akureyri vegna breytinga á húsnæði safnsins.

  Önnur verkefni sem hlutu styrk eru:

  • „Hamingjan er hér… í Reykjadal vegna sumarbúða fyrir fötluð börn
  • Ellimálaráð Reykjavíkurprófastdæma og Ellimálanefnd Þjóðkirkjunnar vegna orlofsbúða aldraðra á Löngumýri í Skagafirði
  • Félag heyrnalausra vegna framleiðslu á þáttunum um Tinnu Táknmálsálf
  • Sigríður Dögg Arnardóttir vegna útgáfu á kynfræðslubók fyrir unglinga
  • Landsamkeppni í eðlisfræði vegna farar landsliðs framhaldsskólanema á Ólympíuleika í eðlisfræði
  • Þróunarverkefni nemenda í Háskólanum í Reykjavík vegna þátttöku í Robosub keppninni í San Diego með kafbátinn Ægi

  Þorsteinn E. Arnórsson, formaður stjórnar Iðnaðarsafnsins Akureyri, tók við styrknum úr hendi Jóns Valgeirs Halldórssonar, nefndarmanni í Samfélagssjóði EFLU, í húsakynnum safnsins að Krókeyri í gær.

   

   Þorsteinn (t.v.) tekur við styrknum frá Jóni (t.h.) 

   Upprunaleg frétt á AKV.is 


Framsetning efnis

Sumariš 2014

Mynd augnabliksins

gamla_budin_rifin.jpg

Heimsóknir

Ķ dag: 1
Samtals: 534667

Dagatal

« Nóvember 2014 »
SMÞMFFL
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
30 

Könnun

Hefur žś heimsótt Išnašarsafniš?

Póstlistar


...
moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskrįning