Velkomin į Išnašarsafniš - safn fyrir alla fjölskylduna

Iðnaðarsafnið á Akureyri geymir muni sem tengjast iðnaði og iðnframleiðslu liðinna tíma. Allt frá smjörlíkisgerðarvélum, prentvélum og rennibekkjum til saumavéla og áhöldum til úrsmíða. Fjöldi tækja og véla úr “gömlu verksmiðjunum” sem notaðar voru til framleiðslu á vörum, þar á meðal Saxbauta, Santos kaffi og Flóru smjörlíki, auk allskyns nytjahluta og iðnvarnings. Á efri hæð safnsins er sýning á hinni víðtæku fata- og skóframleiðslu sem fram fór á Akureyri á liðinni öld. Hver man ekki eftir náttkjólunum frá Íris, Duffys gallabuxum, Skinnu mokkajökkum og Iðunnar skóm?

 

Almennir opnunartímar:

Sumaropnun: 1. júní til 14. september - alla daga 10-17

Vetraropnun: 15. september til 31. maí - laugardaga 14-16

 

Skoðaðu Iðnaðarsafnið á Akureyri – safn fyrir alla fjölskylduna!

 

Nżjustu fréttir

 • Afhending sveinsbréfa į Išnašarsafninu


  Félag málmiðnaðarmanna Akureyri afhenti sveinsbréf í Bifvélavirkjun og Málmsuðu laugardaginn 12 apríl. En félagið afhenti í fyrsta sinn í langan tíma sveinsbréf í heimabyggð í fyrra og er það stefna stjórnarinnar að viðhalda þeirri hefð til að auðvelda félagsmönnum á svæðinu að gera þessi gleðilegu tímamót þannig að meistarar þeirra og fjölskylda eigi auðveldar með að taka þátt í þeim degi. Nú á laugardaginn var í allra fyrsta sinn afhent hér sveinsbréf í málmsuðu en tíu aðilar luku þeim áfanga, síðast var útskrifað 2006 í þessum áfanga og þá voru aðeins tveir aðilar á höfuborgarsvæðinu sem það gerðu. Sex bifvélavirkjar útskrifuðust einnig og óskar félagið öllum þessum aðilum innilega til hamingju með áfangann. Þörfin á góðum iðn og tæknimenntuðum mönnum vex og atvinnulífið kallar eftir þeim sem og þörfinni á möguleikanum til áframhaldandi náms í formi endurmenntunar. Útskriftin á málmsuðumönnunum var samvinnuverkefni Verkmentaskólans á Akureyri, Símeyjar og Iðunnar fræðsluseturs en formaður Félags málmiðnaðarmanna Akureyri hefur tekið þátt í að þessir aðilar auki sína samvinnu en aukin menntun og eftirspurn eftir iðn og tæknimenntuðum mönnum hlýtur að skila sér í auknari lífsgæðum, aðeins þannig mun iðgreinarnar vaxa í höndunum á atvinnulífinu, verknámsskólanna og endurmenntunarfyrirtækjanna. Á þetta geta menn ekki horft framhjá þegar kemur að því að ná öflugu og góðu fólki til náms í iðngreinum. 

 • Pįskaopnun


  Opið verður á Iðnaðarsafninu á eftirfarandi tímum yfir páskana:

  Skírdagur frá kl. 14 til 16.

  Föstudagurinn langi frá kl. 14 til 16.

  Laugardagur frá kl. 14 til 16.

  Páskadagur frá kl. 14 til 16.

  Eins vil ég minna á að hægt er að hafa samband í síma 462-3600 eða 868-8400 ef um er að ræða hópa (ca 10 eða fleiri) sem vilja skoða safnið utan opnunartímans.  

  Gleðilega páska! 


 • Lokaš laugardaginn 22. mars vegna ófęršar

  Ákveðið hefur verið að hafa safnið lokað á morgun, laugardaginn 22. mars, vegna ófærðar að safninu. Hins vegar ef einhverjir eru ólmir að komast á safnið á morgun þá má alltaf hringja í síma 462-3600 og getur starfsmaður komið og opnað. Miðað er við ca 10 eða fleiri í hóp. 

  Eigið góða helgi! 


 • Bjór į Ķslandi

  Í tilefni þess að í dag, 1. mars 2014, eru 25 ár síðan bjórbannið var aflétt hefur Iðnaðarsafnið fjölmargar bjórtegundir til sýnis á safninu. Safnið er opið í dag kl. 14 til 16. Hér fyrir neðan má svo sjá smá samantekt á bjór á Íslandi: 

  Bjór á Íslandi er framleiddur af fimm íslenskum brugghúsum. Langstærstu framleiðendurnir eru Vífilfell og Ölgerðin Egill Skallagrímsson. Mest af þeim bjór sem framleiddur er á Íslandi er ljós lagerbjór með 4,5-5,5% áfengismagn. Sala á áfengu öli var bönnuð á Íslandi frá upphafi bannáranna 1915 til 1. mars 1989 sem var kallaður „bjórdagurinn“ eða „B-dagurinn“ og þykir sumum við hæfi að gera sér dagamun þennan dag æ síðan. Íslenska ríkið hefur einkarétt á smásölu áfengis og er salan í höndum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR). Áfengisgjald sem er lagt á bjór á Íslandi er það langhæsta í Evrópu ef Noregur er undanskilinn.

  Saga bjórs á Íslandi   Öl, mungát og bjór

  Upphaflega var innlent öl gert með mjaðarlyngi fremur en humlum. Öl var helsti áfengi drykkurinn á Íslandi fram eftir öldum og ölhitun hefur þekkst á landinu frá landnámi. Öl var ýmist kallað öl eða mungát. Hluti innihaldsins fyrir ölgerðina, s.s. malt og mjaðarlyng (pors), var gjarnan innfluttur en hugsanlega hafa innlendar jurtir á borð við vallhumal, mjaðjurt og augnfró verið notaðar til að krydda ölið í stað mjaðarlyngs. Þetta óhumlaða öl gat skemmst vegna skjaðaks.( skemmd í öli við gerjun ) Ölgögn til heimabruggunar öls voru til víða og jafnvel sérstök hituhús þar sem bruggunin fór fram. Heimildir eru til um bruggun öls á biskupsstólunum og í klaustrunum. Malt virðist hafa verið álitin nauðsynjavara.

  Á miðöldum var farið að nota orðið bjór yfir innflutt öl kryddað með humlum fremur en mjaðarlyngi eða öðrum jurtum. Þetta innflutta öl hafði mun meira geymsluþol en hið innlenda Innflutta ölið var kallað Prýssing, Hamborgaraöl, Rostokkaröl og Lýbikuöl eftir uppruna þess en hefðbundna mjaðarlyngsölið porsöl eða porsmungát til aðgreiningar. Íslendingar keyptu öl bæði af verslunarskipum og duggurum (sem drukku það nær eingöngu þar sem það skemmdist síður en vatn í tunnum). Sumar heimildir geta þess að Íslendingar hafi verið svo sólgnir í innflutt öl að þegar kaupstefnur voru hafi þeir sest að hjá skipum kaupmanna og drukkið þar til birgðirnar voru uppurnar. Eftir að hert var á verslunareinokuninni undir lok 17. aldar varð brennivín algengari drykkur þar sem hagkvæmara var fyrir kaupmanninn að flytja það inn.

  Á 19. öldin

  Á 19. öld jukust vinsældir bjórs aftur, einkum innflutts bjórs frá Þýskalandi og Danmörku en einnig enskra tegunda. Mikið hefur líklega verið framleitt af bjór í heimahúsum ef miðað er við magn innflutts maltextrakts á þessum tíma. Bakarar brugguðu öl til að viðhalda geri sem þeir notuðu til brauðgerðar og gátu þá selt aukaafurðina, ölið, sérstaklega á stöðum utan Reykjavíkur þar sem innfluttur bjór var sjaldséðari. Einhverjar tilraunir voru til ölgerðar í atvinnuskyni í Reykjavík, meðal annars í húsi Ísafoldarprentsmiðju af Guðmundi Lambertsen kaupmanni sem rak þar litla verslun eftir miðja öldina. Fram að áfengisbanninu var bjór seldur í almennum verslunum.

  1891 var fyrsti ölskatturinn settur á í Danaveldi og miðaðist við allt öl með meira en 2,25% vínandamagn. Léttöl var þá auglýst sem „skattefri“. 1917 var nýtt skattþrep tekið upp fyrir lager léttöl en undanþegið var þá aðeins yfirgerjað öl, hvítöl og svokallað skipsöl. Ölgerðir sem auglýstar voru í íslenskum dagblöðum um og eftir aldamótin 1900 voru lageröl eða „bajerskt öl“, porter, maltextrakt (maltöl), Vínaröl, hvítöl, pilsner og export (sterkt öl) frá dönsku brugghúsunum Carlsberg, Tuborg,

  Bjórbannið

  Þórsbjór var íslenskt léttöl framleitt 1930-1931

  1915 gekk algjört áfengisbann í gildi á Íslandi en 1922 var leyft að selja léttvín vegna viðskiptasamninga við Spán. 1. febrúar 1935 var bannið afnumið alveg fyrir flestar tegundir áfengis í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu nema áfengt öl. Ástæður þess eru flóknar: Í upphaflegum drögum að fremur ströngum áfengislögum árið 1934 var gert ráð fyrir því að hægt yrði að heimila framleiðslu á áfengu öli í landinu, en annars var í lögunum bann við framleiðslu alls áfengis. Pétur Ottesen sem mælti fyrir hagsmunum bindindismanna setti sig mjög upp á móti þessu ákvæði. Hermann Jónasson sagðist þá vera mótfallinn innflutningi á áfengu öli þar sem það myndi kosta landið gjaldeyri sem að mestu rynni til Danmerkur. Ákvæðinu var þá breytt í bann við innflutningi á áfengu öli. Rökin sem ýmsir ræðumenn færðu fyrir þessu voru þau að bjórdrykkja leiddi til áfengisfíknar meðal unglinga, að ölið sem er ódýrara en sterka vínið yki áfengisdrykkju meðal verkafólks, og að auðvelt myndi reynast að stemma stigu við smygli á öli, en meginröksemd stuðningsmanna laganna var sú að þau myndu uppræta heimabrugg og smygl á áfengi. Eftir stóð að þegar lögin voru samþykkt var í þeim lagt bann við innflutningi og sölu á áfengu öli.

  Ljóst léttöl (oft kallað „pilsner“), óáfengur mjöður, maltöl og dökkt öl sem er kallað ýmist hvítöl eða jólaöl, var framleitt á bannárunum og framleiðslan hélt áfram eftir 1935. Mörkin voru dregin við 2,25% vínandamagn. Ölgerðin Egill Skallagrímsson var stofnuð 1913 þegar fyrir lá að af áfengisbanninu yrði þannig að hún framleiddi til að byrja með aðeins óáfengt öl. Ölgerðin Þór var stofnuð í Reykjavík 1930 og keppti við Egil um sölu á léttum bjór og lageröli þangað til Egill eignaðist Þór árið 1932. 1966 hóf Sana hf á Akureyri framleiðslu á léttöli. 1978 sameinaðist það reykvíska dreifingarfyrirtækinu Sanitas. Sana var stofnuð 1939 sem Efnagerð Siglufjarðar og framleiddi m.a bjór.

  Á stríðsárunum fékk Ölgerðin undanþágu til þess að framleiða áfengan bjór, Polar Ale, fyrir breska setuliðið og þegar Varnarliðið tók við Keflavíkurstöðinni var íslenskur bjór framleiddur til sölu þar með sérstakri undanþágu.[5] Þessi bjór var 4,5% að styrkleika og nefndist einfaldlega Export Beer en landsmenn nefndu hann Egil sterka til 1960 þegar hann var nefndur Polar Beer. 1966 hóf Sana hf. á Akureyri einnig framleiðslu áfengs öls til útflutnings sem nefndist Thule Export. 1984 kom síðan Viking Beer á markað. Þessi bjór var mest fluttur út auk þess sem erlend sendiráð höfðu undanþágu frá bjórbanninu og hægt var að kaupa hann í fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli til neyslu á staðnum.

  1965 var áhöfnum flugvéla og flutningaskipa leyft að taka með sér takmarkað magn bjórs inn í landið. 15. desember 1979 keypti Davíð Scheving Thorsteinsson kassa af bjór í fríhöfninni á leið sinni til landsins og bar fyrir sig jafnræðisreglu þegar hann var stöðvaður í tollinum. Eftir það var öllum ferðamönnum til landsins leyft að taka með sér ákveðið magn bjórs en það ár (1980) fengust þar einungis þrjár tegundir af innfluttum bjór: Löwenbräu, Beck's og Carlsberg. Íslenskur bjór hafði ekki fengist þar um nokkurt skeið.

  Oft var deilt um bjórbannið og lagafrumvörpum var stefnt gegn því nokkrum sinnum en fengust aldrei samþykkt. Eftir 1970 voru stofnuð fyrirtæki um innflutning og sölu vín- og ölgerðarefna sérstaklega ætluðum fyrir heimabruggun. Þó nokkuð var deilt um þennan innflutning og rætt um að banna hann. Árið 1978 kom germálið upp þegar fjármálaráðuneytið lagði til að allt ger yrði tekið af svokölluðum „frílista“ yfir vörur sem hver sem er mátti flytja inn. Ríkið hafði raunar haft einkasölu á geri frá breytingu sem gerð var á áfengislögunum 1928 til 1970 eða þar um bil þegar innflutningur á geri var gefinn frjáls. Gereyðingarfrumvarpið svokallaða dagaði raunar uppi á þingi, rétt eins og bjórfrumvörpin.

  1983 opnaði Gaukur á Stöng í Reykjavík, en staðurinn var ölkrá að þýskri fyrirmynd. Þar sem ekki var heimil sala bjórs tóku eigendur staðarins upp á því að selja svokallað „bjórlíki“, blandaðan drykk sem minnti á bjór en flestum bar saman um að stæðist ekki samanburð við fyrirmyndina. Bjórlíkið varð þó svo vinsælt að ástæða þótti til að banna sölu þess árið 1985

  Eftir bjórbannið

  Banni við sölu bjórs var ekki aflétt fyrr en 1. mars 1989. Fyrstu bjórtegundirnar sem fengust í Vínbúðinni voru Egils Gull frá Ölgerðinni, Löwenbräu, Sanitas Pilsner og Sanitas Lageröl frá Sanitas auk innfluttra tegunda. Fljótlega eftir það varð bjór aftur vinsælasti áfengi drykkur landsins,

  Íslensk brugghús

  Einstök Ölgerð stofnað 2010 innan Vifilfells

  Steðji Brugghús stofnað 2012

  Borg brugghús stofnað 2010 innan Ölgerðarinnar

  Bruggsmiðjan stofnuð 2005

  Gæðingur Öl stofnaður 2011

  Mjöður ehf. Í Stykkishólmi stofnaður 2007, hætti starfsemi 2011

  Víking hf.(stofnað 1939 sem Efnagerð Siglufjarðar, varð Efnagerð Akureyrar 1962 og hóf ölframleiðslu sem Sana hf 1966, sameinaðist Sanitas undir merkjum þess 1978, varð Víking hf. árið 1994, sameinaðist Sól hf 1997 og varð Sól-Víking, sameinaðist Vífilfelli undir merkjum þess 2001)

  Sanitas stofnað í Reykjavík 1905, sameinaðist Sana og flutti til Akureyrar 1978 og hóf þá fyrst ölframleiðslu

  Vífilfel stofnað 1942, sameinaðist Sól-Víking undir merkjum Vífilfells og hóf þá fyrst ölframleiðslu

  Ölgerðarhús Reykjavíkur 1912-1915

  Ölgerðin Egill Skallagrímsson stofnuð 1913

  Ölgerðin Eyrarbakka Sigurður Þórarinsson frá Vegamótum á Eyrarbakka, hafði undirbúið sig til að takast á hendur verzlunarstörf Tilraunir með hvítölsgerð hóf og munu þær tilraunir hafa gefið góðan árangur. Skyldi nú hafin ölgerð í stórum stíl Bakka öl . Flöskumiðar voru prentaðir Á þessum árum var fé ekki á lausu og ákvað Sigurður að róa eina vertíð áður en fyrirtækið færi fyrir alvöru af stað. Sigurður réði sig á vélbátinn Sæfara, sem fórst á innsiglingunni þann 5. apríl 1927.

  Ölgerð El Grillo fyrst á markað 2007. Ölgerð Egill Skallagrímsson bruggar  bjórinn fyrir Ölgerð El Grillo.

  Ölgerðin Óðinn stofnuð 1944

  Ölgerðin Þór stofnuð 1930  sameinaðist Agli 1932

  Ölvisholt brugghús stofnað 2007 gjaldþrota 2010, nýir aðilar keyptu reksturinn og halda honum áfram

   


 • Įhöfn į Hśna hlżtur Eyrarrósina 2014


  Eyrarrósin, viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarstarfsemi á starfssvæði Byggðastofnunar, var afhent í tíunda sinn við hátíðlega athöfn í Skaftfelli á Seyðisfirði í dag að viðstöddum forseta Íslands og forsetafrú. 

  Þrjú menningarverkefni voru tilnefnd til Eyrarrósarinnar í ár: Verksmiðjan á Hjalteyri, Skrímslasetrið á Bíldudal og Áhöfnin á Húna. Verksmiðjan og Skrímslasetrið hlutu hvort um sig 300.000 krónur og flugferðir innanlands frá Flugfélagi Íslands og Áhöfnin á Húna hlaut Eyrarrósina, 1.650.000 krónur og flugferðir frá Flugfélagi Íslands.

  Það var Dorrit Moussaief forsetafrú og verndari Eyrarrósarinnar sem afhenti viðurkenninguna í Skaftfelli á Seyðisfirði en Skaftfell er handhafi Eyrarrósarinnar 2013. Áhöfnin á Húna er samstarfsverkefni tónlistarmanna og Hollvina Húna II. 

  Í fréttatilkynningu segir að Áhöfnin á Húna hafi vakið mikla athygli í sumar þegar Húni II sigldi hringinn í kringum landið. Haldnir voru 16 tónleikar í sjávarbyggðum landsins. Ríkisútvarpið fylgdi siglingunni eftir með beinum útsendingum frá tónleikum áhafnarinnar sem og sjónvarps- og útvarpsþáttagerð þar sem landsmönnum öllum gafst tækifæri til að fylgjast með ævintýrum áhafnarinnar. Húni II hefur á undanförnum árum vakið athygli fyrir áhugavert starf í menningartengdri ferðaþjónustu og er samstarf hans við tónlistarfólkið í Áhöfninni á Húna liður í að efla það enn frekar.


Framsetning efnis

Mynd augnabliksins

skoverksmidjan_idun.jpg

Heimsóknir

Ķ dag: 9
Samtals: 532553

Dagatal

« Apríl 2014 »
SMÞMFFL
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
27282930 

Könnun

Hefur žś heimsótt Išnašarsafniš?

Póstlistar


...
moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskrįning