Fréttir

Lokað laugardaginn 22. mars vegna ófærðar

Ákveðið hefur verið að hafa safnið lokað á morgun, laugardaginn 22. mars, vegna ófærðar að safninu. Hins vegar ef einhverjir eru ólmir að komast á safnið á morgun þá má alltaf hringja í síma 462-3600 og getur starfsmaður komið og opnað. Miðað er við ca 10 eða fleiri í hóp. Eigið góða helgi!
Lesa meira

Bjór á Íslandi

Í tilefni þess að í dag, 1. mars 2014, eru 25 ár síðan bjórbannið var aflétt hefur Iðnaðarsafnið fjölmargar bjórtegundir til sýnis á safninu. Safnið er opið í dag kl. 14 til 16. Hér má svo sjá smá samantekt á bjór á Íslandi.
Lesa meira

Áhöfn á Húna hlýtur Eyrarrósina 2014

Eyrarrósin, viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarstarfsemi á starfssvæði Byggðastofnunar, var afhent í tíunda sinn við hátíðlega athöfn í Skaftfelli á Seyðisfirði í dag að viðstöddum forseta Íslands og forsetafrú.
Lesa meira

Bjórsýning laugardaginn 15. febrúar

Í tilefni þess að 25 ár eru síðan sala bjórs var leyfileg á Íslandi á ný mun Iðnaðarsafnið setja upp glæsilega bjórsýningu laugardaginn 15. febrúar kl. 14 til 16. Sýningin mun standa fram á vor. Verið hjartanlega velkomin!
Lesa meira

Iðnaðarsafnið í Gestgjafanum

Iðnaðarsafnið fékk heimsókn frá Katrínu Rut Bessadóttur sem starfar sem blaðamaður á Gestgjafanum.
Lesa meira

Fróðleiksmoli - ,,Saumavélin

Tölvan, sem heitir IBM Portable, var hins vegar oft nefnd saumavélin þar sem hún þótti minna frekar á vél til notkunar fyrir saumaskap heldur en tölvu.
Lesa meira

Síðbúin jóla- og áramótakveðja sem og fréttir

Eitthvað var tæknin að stríða okkur þegar sett var inn jólakveðja á aðfangadag. Iðnaðarsafnið óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Lesa meira