Fréttir

19 glæsileg skipalíkön komin á safnið

Sýning á skipalíkönum hér á neðri hæð safnsins. We are now showing 19 beautiful shipmodels here at the Museum of Industry.
Lesa meira

Teppasýning og sýning á skipalíkönum Gríms Karlssonar

Við höfum fengið til okkur fjöldann allan af teppum frá Gefjun. Þau eru til sýnis hér á efri hæð Iðnaðarsafnins. Einnig eru komin í hús 19 fögur skipalíkön eyfirska skipa eftir Grím Karlsson. Þau standa til sýnis á neðri hæð.
Lesa meira

Síðasta sýningarhelgi

Laugardaginn 10. maí n.k. er síðasta sýningarhelgi á sýningunni „Bjór í 25 ár.“ Þar er meðal annars að sjá 152 mismunandi umbúðir af flöskum og dósum. Elsta áfyllta flaskan er frá Öl og gosdrykkjaverksmiðju Akureyrar og er flaskan frá 1957 eða fyrr.
Lesa meira

1. maí

Iðnaðarsafnið sendir öllum landsmönnum kveðju í tilefni af 1. maí - baráttudegi verkafólks
Lesa meira

Eyfirski safnadagurinn 3. maí og Iðnaðarsafnið tekur þátt!

Laugardaginn 3. maí bjóða 17 söfn og sýningar við Eyjafjörð í heimsókn frá kl. 13-17, gestum sínum að kostnaðarlausu.
Lesa meira

Afhending sveinsbréfa á Iðnaðarsafninu

Félag málmiðnaðarmanna Akureyri afhenti sveinsbréf í Bifvélavirkjun og Málmsuðu laugardaginn 12 apríl.
Lesa meira

Lokað laugardaginn 22. mars vegna ófærðar

Ákveðið hefur verið að hafa safnið lokað á morgun, laugardaginn 22. mars, vegna ófærðar að safninu. Hins vegar ef einhverjir eru ólmir að komast á safnið á morgun þá má alltaf hringja í síma 462-3600 og getur starfsmaður komið og opnað. Miðað er við ca 10 eða fleiri í hóp. Eigið góða helgi!
Lesa meira

Bjór á Íslandi

Í tilefni þess að í dag, 1. mars 2014, eru 25 ár síðan bjórbannið var aflétt hefur Iðnaðarsafnið fjölmargar bjórtegundir til sýnis á safninu. Safnið er opið í dag kl. 14 til 16. Hér má svo sjá smá samantekt á bjór á Íslandi.
Lesa meira

Áhöfn á Húna hlýtur Eyrarrósina 2014

Eyrarrósin, viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarstarfsemi á starfssvæði Byggðastofnunar, var afhent í tíunda sinn við hátíðlega athöfn í Skaftfelli á Seyðisfirði í dag að viðstöddum forseta Íslands og forsetafrú.
Lesa meira

Bjórsýning laugardaginn 15. febrúar

Í tilefni þess að 25 ár eru síðan sala bjórs var leyfileg á Íslandi á ný mun Iðnaðarsafnið setja upp glæsilega bjórsýningu laugardaginn 15. febrúar kl. 14 til 16. Sýningin mun standa fram á vor. Verið hjartanlega velkomin!
Lesa meira